WARRIOR START
Egill Ármann og Íris Fönn
Egill Ármann og Íris Fönn eru eigendur Training for warriors Akureyri.
Egill er ÍAK einkaþjálfari, TFW Level 1 og Level 2, UEFA B þjálfaragráða í fótbolta með fram því að hafa sótt allskyns námskeið ein og t.d. Styrktarþjálfun barna og unglina.
Íris er ÍAK einkaþjálfari, TFW level 1, Hársnyrtimeistari og Andlegur Einkaþjálfari. Íris hefur mikið sótt sér þekkingu í gegnum allskonar fyrirlestra og námskeið í gegnum árin.
Elsa Dóra Ómarsdóttir
Elsa Dóra er þjálfari hjá okkur í TFW Akureyri. Hún hefur lokið bæði Level 1 og Level 2 þjálfaranámskeiðum og hefur mikla reynslu á þessu sviði. Elsa Dóra hefur einnig farið í gegnum tvær meðgöngur hjá okkur og tekið foreldranámskeið, sem sýnir hennar skuldbindingu og áhuga á heilsu og vellíðan. Hún hefur æft hjá okkur í mörg ár og er ómetanlegur hluti af okkar samfélagi.
Ragna Baldvinsdóttir
Ragna er íþróttafræðingur sem hefur lokið bæði TFW Level 1 og Level 2 þjálfaranámskeiðum. Hún hefur þjálfað okkur í TFW Akureyri um árabil og hefur æft vel í gegnum meðgöngu og eftir meðgöngu og einnig farið í gegnum foreldranámskeiðið hjá okkur. Ragna er einnig íþróttakennari í Þelamerkurskóla og hefur mikla reynslu og ástríðu fyrir heilsu og hreyfingu. Ragna er svo sannarlega ómetanlegur þáttur í starfi TFW Akureyri.
Kristín Hólm Reynisdóttir
Kristín Hólm er í önnur af tveimur þjálfurunum okkar í TFW Foreldratímunum.
Kristín er ljósmóðir og hefur auk þess aflað sér þekkingar á þjálfun fyrir og eftir fæðingu. Hún hefur verið í TFW í fjöldamörg ár og er mikill styrkur og ávinningur fyrir okkur að hafa hana í okkar liði.
Lovísa Oktovía Eyvindardóttir
Lovísa er hefur lokið TFW Level 1 og Level 2. Hún byrjaði sem nemandi í Foreldratímunum hjá okkur, þaðan kom hún í almennatíma, var Warrior Ársins hjá TFW og síðan þjálfari. Lovísa er all in og hefur sett góðan og sterkan svip á starfið okkar. Lovísa er kennari í Naustaskóla.
Klara Fanney Stefánsdóttir
Klara er Geislafræðingur á SAK og hefur verið hjá okkur í TFW í mjög mörg ár. Hún er með TFW Level 1 og Level 2 þjálfararéttindi. Klara er ákveðin, skipulögð og með sterka rödd. Klara er alltaf til að hjálpa öllum og hefur gert mikið fyrir TFW í gegnum árin , bæði fengið inn nýtt fólk til að æfa sem og hjálpað til við alskonar verkefni þegar þess þarf.